Vilja einkavæða verslunarrekstur í Leifsstöð
Samtök verslunar og þjónustu vilja að ríkið dragi sig út úr verslunarrekstri í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og komi honum í hendur einkaaðila. Samtökin skora á stjórnmálaflokka á Alþingi að stuðla að þessu á yfirstandandi þingi.
Þá vilja samtökin leggja niður tollfrjálsa verslun fyrir innlenda komufarþega og skora á stjórnvöld að gera það. Samtökin segja að núverandi fyrirkomulag skekki samkeppnisstöðu annarra verslana í landinu, en frá þessu segir á fréttavef Ríkisútvarpsins.
Þá vilja samtökin leggja niður tollfrjálsa verslun fyrir innlenda komufarþega og skora á stjórnvöld að gera það. Samtökin segja að núverandi fyrirkomulag skekki samkeppnisstöðu annarra verslana í landinu, en frá þessu segir á fréttavef Ríkisútvarpsins.