Vilja efla almenningsíþróttir í Vogum
Ræddar voru hugmyndir til að efla almenningsíþróttir í Vogum á fundi Frístunda- og menningarnefndar sveitarfélagsins 16. mars síðastliðinn. Í fundargerð kemur fram að hafin sé tilraun með badminton-tíma fyrir almenning sem hefur fengið góðar undirtektir. Komið hafa fram fleiri hugmyndir, svo sem hópatímar í íþróttasal og stofnun skokkhóps.
Nefndin tók hugmyndunum fagnandi og telur mikilvægt að hvetja íbúa til fjölbreyttrar hreyfingar og heilsuræktar og fól menningarfulltrúa að þróa málið áfram.