Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vilja byggja ofan á Myllubakkaskóla og reisa tengibyggingu
Fimmtudagur 29. júní 2023 kl. 08:23

Vilja byggja ofan á Myllubakkaskóla og reisa tengibyggingu

Reykjanesbær hefur óskað eftir breytingu á deiliskipulagi en skipulagssvæðið afmarkast af Hringbraut í vestri, Norðurtúni í norðri, Suðurtúni í Suðri og Sólvallagötu í austri. Stærð svæðis 16.600 m² og nýtingarhlutfall eftir stækkun verður 0.29.

Helstu breytingar eru að byggð verður ein hæð ofan á álmu sem liggur með Suðurtúni og að byggð verður tveggja hæða tengibygging milli aðalbyggingar og álmu sem liggur með Suðurtúni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Umhverfis- og skipulagsráð tók erindið fyrir á síðasta fundi en hefur frestað afgreiðslu þess.