Vilja byggja hús fyrir sjúkraþjálfun við Reykjaneshöllina
Björg Hafsteinsdóttir og Falur H. Daðason, f.h. Sjúkraþjálfunar Suðurnesja ehf., hafa sótt um lóð við Vallarbraut eða nálægt Reykjaneshöllinni til að byggja 250 –300 m2 hús fyrir sjúkraþjálfun.Skipulags- og bygginganefnd Reykjanesbæjar tók erindið fyrir á fundi í síðustu viku. Ekki er hægt að verða við erindinu þar sem skipulag liggur ekki fyrir á umræddu svæði. Byggingarfulltrúa er falið að kanna aðra möguleika fyrir næsta fund.