Vilja byggja 3.000 fermetra verslunarhús við Sjávargötu
Módelhús ehf. hafa sótt um um lóð við Sjávargötu í Njarðvík og heimild til að deiliskipuleggja svæðið. Sótt er um allt að 7.000 fermetra lóð. Áformin eru að reisa 3.000 fermetra atvinnuhúsnæði undir starfsemi Fagkaupa. Undir Fagkaupum eru Johan Rönning, Sindri, S. Guðjónsson, Vatn & veitur og Áltak.
Með umsókninni fylgdu drög að deiliskipulagsbreytingu ásamt ásýndum af húsnæði frá arkitektum.
Í afgreiðslu umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar segir að unnið er að tillögu að fyrirkomulagi gatnatenginu Grænás, Njarðarbrautar og hafnarsvæðis. Erindi er því vísað til umsagnar starfshóps um þróun og skipulag hafnarsvæða Reykjaneshafnar.