Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vilja breyta fiskvinnslu í gistiheimili
Hafnargata 4 í Vogum. Mynd úr götusjá já.is
Mánudagur 13. febrúar 2017 kl. 09:30

Vilja breyta fiskvinnslu í gistiheimili

Eigandi Hafnargötu 4 í Vogum hefur sent umhverfis- og skipulagsyfirvöldum í Vogum ósk um breytingu á nýtingu á húsnæðisins að Hafnargötu 4. Sótt er um leyfi til að breyta nýtingu hússins úr fiskvinnslu í gistiheimili og/eða leiguíbúðir. Jafnframt er óskað eftir viðræðum við bæjaryfirvöld um lóðarfrágang við húsð. 
 
Umhverfis- og skipulagsnefnd segir að ekki sé hægt að verða við erindinu þar sem skv. gildandi deiliskipulagi er lóðin á iðnaðar- og atvinnusvæði og ekki gert ráð fyrir íbúðabyggð. Þá er viðræðum um lóðarfrágang vísað til umfjöllunar hjá skipulags- og byggingarfulltrúa.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024