Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vilja bætta þjónustu við Suðurstrandarveg og Nesveg
Fimmtudagur 9. janúar 2014 kl. 08:30

Vilja bætta þjónustu við Suðurstrandarveg og Nesveg

Fjölmargir ökumenn lent í vandræðum á þessum leiðum

Bæjarráð Grindavíkurbæjar skorar á Vegagerðina að bæta söltun og aðra vetrarþjónustu á Nesvegi (sem liggur frá Grindavík til Hafna) og Suðurstrandarvegi. Undanfarna daga hafa fjölmargir ökumenn lent í verulegum vandræðum á þessum leiðum vegna hálku, og hefur Björgunarsveitin Þorbjörn þurft að fara í fjölda útkalla vegna þessa. Þetta kemur fram í bókun frá fundi ráðsins sem haldinn var á þriðjudaginn sl.

Bæjarráð skorar þá jafnframt á Vegagerðina að koma upp mælum og upplýsingaskiltum á Grindavíkurveg um loft- og veghita og vindstyrk, eins og tíðkast um fjölmarga þjóðvegi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024