Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Vilja bæta fjarskipti á Vatnsleysuströnd og í Hvassahrauni
Frá Vatnsleysuströnd.
Miðvikudagur 21. júní 2017 kl. 09:29

Vilja bæta fjarskipti á Vatnsleysuströnd og í Hvassahrauni

Úrbætur í fjarskiptamálum á Vatnsleysuströnd og Hvassahrauni voru til umræðu hjá bæjarráði Voga á dögunum. Á minnisblaði bæjarstjóra var lagt til að Sveitarfélagið Vogar geri samstarfssamning við Gagnaveitu Suðurlands um uppsetningu fjarskiptabúnaðar sem er til þess fallinn að bæta netsamband í dreifbýli sveitarfélagsins.
 
Bæjarráð samþykkti samhljóða á fundi sínum í síðustu viku að gera samstarfssamning við Gagnaveitu Suðurlands um uppsetningu útsendingabúnaðar netmerkis fyrir dreifbýli sveitarfélagsins. Stofnframlag sveitarfélagsins er 2,5 m.kr., sem rúmast innan framkvæmdaáætlunar ársins. 
Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk
Dubliner
Dubliner