Vilja aukningu á stöðugildum vegna agamála
Stjórnendur Gerðaskóla í Garði hafa sent frá sér erindi til bæjaryfirvalda þar sem óskað er eftir auknum stöðugildum við skólann sem nemur 1,35 stöðugildum, til þess að hægt verði að ná betur utan um agamál í skólanum.
Samþykkt var samhljóða að vísa erindinu til bæjarráðs en það mun koma til kasta nýs sameinaðs sveitarfélags Garðs og Sandgerðis að afgreiða málið.