Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vilja auka samstarf Isavia, sveitarfélaganna og annarra hagaðila á Suðurnesjum
Forráðamenn sveitarfélaganna, Isavia og nokkurra hagsmunaaðila á Suðurnesjum að loknum samsráðsfundi.
Laugardagur 22. júní 2019 kl. 11:35

Vilja auka samstarf Isavia, sveitarfélaganna og annarra hagaðila á Suðurnesjum

Góð þátttaka var á fundi um undirbúning að stofnun samráðsvettvangs um samfélagsábyrgð á Suðurnesjum sem haldinn var að frumkvæði Isavia í Reykjanesbæ á dögunum. Fundinn sátu forvígismenn Isavia auk fulltrúa frá sveitarfélögunum Reykjanesbæ, Grindavík, Suðurnesjabæ og Vogunum og einnig fulltrúa Kadeco og Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum (SSS).

Keflavíkurflugvöllur, sem Isavia á og rekur, er einn stærsti vinnustaðurinn á Reykjanesi. Vaxandi umfang hans hefur mikil áhrif á vöxt sveitarfélaganna í kring. Það hefur sést best með fjölgun íbúa þar undanfarin ár. Að sama skapi er mikilvægt fyrir flugvöllinn að starfa í sátt við samfélagið, enda forsenda þess að ná þeim árangri sem stefnt er að, íslensku efnahagslífi til heilla.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Markmiðið með samráðsvettvanginum er að auka samstarf Isavia, sveitarfélaganna og annarra hagaðila á Suðurnesjum. Þannig megi vinna að sameiginlegum hagsmunum sem ein heild út frá Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Sú vinna yrði síðan tengd við stefnu stjórnvalda um sjálfbæra þróun, sem er samþætt við sömu markmið.

„Óskastaðan að loku þessu verkefni er að Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna verði innleidd og þeim forgangsraðað út frá sameiginlegum hagsmunum sveitarfélaga og fyrirtækja á Suðurnesjum,“ segir Hrönn Ingólfsdóttir, forstöðumaður verkefnastofu Isavia. „Grunnþættir árangurs í þeirri vinnu snerta allt samfélagið hvort sem það tengist þá atvinnu og afkomu, menntun og heilbrigði eða þá umhverfi og skipulagsmálum.“