Vilja aðra lausn á förgun úrgangssalts
Umhverfisnefnd bæjarins vill losna við salthauginn úti á nesi og hefur óskað eftir því við bæjarráð að svæðið verði hreinsað hið fyrsta og önnur lausn verði fundin á förgun úrgangssalts. Í bókun nefndarinnar kemur fram að umgengni um svæðið sé fyrir neðan allar hellur, fyrir utan salthauginn er ýmis lífrænn úrgangur á svæðinu svo sem slóg af fiski, bein og fleira. Ferðaþjónstuaðilar í Grindavík nýta þetta svæði fyrir sína starfsemi og þá er Hópsneshringurinn vinsæll útivistarstaður Grindvíkinga.
---
Mynd/www.grindavik.is