Föstudagur 18. júní 2021 kl. 06:56
Vilja aðild bæjarins að landakaupum í Leiru
Golfklúbbur Suðurnesja hefur óskað aðkomu Suðurnesjabæjar að kaupum á landi Stóra-Hólms í Leiru sem nýlega var auglýst til sölu. Bæjarráð Suðurnesjabæjar tók málið til afgreiðslu á síðasta fundi sínum þar sem bæjarstjóra var falið að eiga viðræður við fulltrúa Golfklúbbs Suðurnesja um erindið.