Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vilja aðgerðir gegn hraðakstri í Grindavík
Tvisvar sinnum á einu ári hefur verið ekið á barn á svæðinu þar sem íbúar vilja að brugðist verði við vegna hraðaksturs.
Miðvikudagur 4. maí 2016 kl. 15:00

Vilja aðgerðir gegn hraðakstri í Grindavík

- Hópur íbúa safnar undirskriftum

Hópur íbúa í Grindavík hefur hafið undirskriftasöfnun til að hvetja bæjaryfirvöld til að grípa til ráða til að draga úr hraðakstri á Gerðavöllum og í nágrenni. Sagt er frá þessu á vefnum grindavik.net. Á undirskriftarblöðunum segir að á einu ári hafi það tvisvar sinnum gerst að ekið hafi verið á barn á svæðinu.

Í tilkynningu frá hópnum segir: 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Nú langar okkur að leita til ykkar elsku fólk og athuga hvort einhver væri til í að aðstoða okkur við að safna undirskriftum. Hvað málið snýst um er of hraðan akstur í og við Gerðavelli og öll vitum við nú að margar hendur vinna létt verk.

Hverfið sem um ræðir er stórt svo ekki sé minnst á fjölda barna sem fara hér um á hverjum degi sem eru alls ekki bara börnin sem búa hérna í nágrenninu.

Teljum þetta vera hag okkar allra sem búum í Grindavík, ekki viljum við eiga barnið sem keyrt er á hvað þá að lenda í því að keyra á barn. 

Með von um glimrandi undirtektir og raðir að fólki sem er til í að aðstoða við að fá sem flestar undirskriftir.“

Undirskriftirnar verða afhendar bæjaryfirvöldum á næstu dögum.