Vilja að væntanlegur lögreglustjóri búi á Suðurnesjum
Fulltrúar A-listans í bæjarráði Reykjanesbæjar vilja að væntanlegur lögreglustjóri Suðurnesja búi á Suðurnesjum. Þeir lögðu því fram tillögu í bæjarráði Reykjanesbæjar í morgun um að skora á dómsmálaráðherra að mælast til þess við væntanlegan lögreglustjóra á Suðurnesjum að hann búi hér í umdæminu, en breyting verður á embætti sýslumanns á Keflavíkurflugvelli sem mun fara með lögreglustjórn í sveitarfélögum á Suðurnesjum frá 1. janúar n.k. Tillagan var felld með 3 atkvæðum meirihlutans gegn 2 atkvæðum minnihlutans.