Vilja að óskiptu heiðarlandi á iðnaðarsvæði verði skipt
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga leggur til við sameigendur lands í óskiptu heiðarlandi Vogajarða að deiliskipulögðu iðnaðaðarsvæði við Vogabraut verði skipt upp meðal eigenda í samræmi við eignarhlutföll.
Bæjarstjóra Voga, ásamt lögmanni sveitarfélagsins, hefur verið falin áframhaldandi útfærsla málsins en minnisblað lögmanns Sveitarfélagsins Voga var tekið fyrir á bæjarráðsfundi í Vogum á sjöunda tímanum í morgun.