Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vilja að Íslendingar taki þátt í rekstrarkostnaði Keflavíkurflugvallar
Þriðjudagur 6. júlí 2004 kl. 21:43

Vilja að Íslendingar taki þátt í rekstrarkostnaði Keflavíkurflugvallar

Davíð Oddsson, forsætisráðherra, sagði við íslenska fréttamenn í Washington í dag, að Bandaríkjamenn vilji að Íslendingar taki þátt í rekstrarkostnaði Keflavíkurflugvallar. Ljóst sé þó eftir fund, sem Davíð átti með George W. Bush, Bandaríkjaforseta, í dag, að ekki verði um skyndibrottför hersins að ræða.
Davíð sagði að krafa Bush um að Íslendingar taki aukinn þátt í rekstri flugvallarins væri ekki óeðlileg í ljósi þess að flugumferð um völlinn hefði aukist umtalsvert, en frá þessu er greint á mbl.is.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024