Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vilja að heilsugæslan verði opnuð aftur
Þriðjudagur 10. nóvember 2009 kl. 11:07

Vilja að heilsugæslan verði opnuð aftur


Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga ítrekar fyrri bókanir undanfarinna ára og skorar á heilbrigðisráðherra að tryggja íbúum á Suðurnesjum sambærilegt fjármagn til heilbrigðisþjónustu og öðrum sambærilegum þjónustusvæðum.

„Í Sveitarfélaginu Vogum búa rúmlega 1.200 manns, en hér er enginn starfandi heilsugæsla. Bæjarráð leggur þunga áherslu á að heilbrigðisráðherra gæti jafnræðis í heilbrigðisþjónustu í landinu og heilsugæslan í Vogum verði opnuð aftur,“ segir í bókun frá fundi bæjarráðs frá í fyrradag.
--

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Mynd/Oddgeir Karlsson - Vogar á Vantsleysuströnd