Vilja að byggt verði öldrunarheimili í Reykjanesbæ
Meirihluti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar hefur hug á að sækja um framkvæmdaleyfi til byggingar öldrunarheimilis í Reykjanesbæ. Þetta kom fram í máli Bjarkar Guðjónsdóttur forseta bæjarstjórnar Reykjanesbæjar á sambandsfundi sveitarstjórna á Suðurnesjum um heilbrigðismál sem haldin var í dag. Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra sagði á brattann yrði að sækja í fjármögnun nýs öldrunarheimilis í Reykjanesbæ. „Það má ræða þessi mál, án þess þó að ég gefi loforð fyrir neinu,“ sagði ráðherra á fundinum.
VF-ljósmynd/Jóhannes Kr. Kristjánsson.