Vilja 200 milljónir en aðeins 15 milljónum úthlutað
Alls bárust 70 umsóknir um styrki til Menningarráðs Suðurnesja sem auglýsti nýverið eftir styrkumsóknum. Sótt var um styrki fyrir rúmlega 200 milljónir króna. Til úthlutunar eru hinsvegar aðeins 15 milljónir. Menningarráð mun tilkynna um hverjir hlutu styrki þann 16. desember nk.
Umsóknir sem bárust vegna styrkja úr Vaxtarsamningi Suðurnesja voru 35 talsins, að sögn Bjarkar Guðjónsdóttur, verkefnisstjóra hjá Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum. Ekki hefur verið ákveðið hvenær úthlutun fer fram en vonast er til að það geti orðið fyrir áramót.
Mynd: Frá úthlutun Menningarráðs Suðurnesja á síðasta ári.