Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 9. desember 1999 kl. 22:13

VILJA MERKJA GÖMUL HÚS Í GARÐINUM

Á fundi hreppsnefndar Gerðahrepps 10.nóvember s.l. var bréf frá Eiríki Hermannssyni, skólamálastjóra, um merkingar á gömlum húsum, tekið til umfjöllunar. Eiríkur vill að gert verði átak í að merkja þau hús í hreppnum sem bera nafn. Eiríki var þökkuð ábendingin og hreppsnefnd samþykkti að kanna möguleika á að hrinda hugmyndinni í framkvæmd.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024