Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vilhjálmur sækist eftir 4. sæti í Suðurkjördæmi
Sunnudagur 7. október 2012 kl. 11:27

Vilhjálmur sækist eftir 4. sæti í Suðurkjördæmi

Vilhjálmur Árnason lögreglumaður hefur ákveðið að gefa kost á sér í 4.sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi.

„Ég býð fram krafta mína til að vinna að hagsmunum fjölskyldufólks. Ég mun beita mér fyrir frelsi einstaklingsins til athafna landsmönnum öllum til heilla. Á Alþingi hyggst ég vinna að auknum atvinnutækifærum á landsbyggðinni og styrkja þannig heimilin. Við þurfum gróskumikið atvinnulíf þar sem dugnaður og heiðarleiki fær að njóta sín.  Fjölskyldurnar þurfa að finna til öryggis á heimilinu sem verður best gert með því að efla heilbrigðis- og löggæslustofnanir um land allt ásamt því að tryggja fjárhagslegt öryggi.   Ég mun verða í góðu sambandi við kjósendur til að öðlast betri skilning á þeim málum sem brenna á fólki.

Þeir sem veljast til trúnaðarstarfa á Alþingi verða að eiga sér hljómgrunn meðal þjóðarinnar og hafa þekkingu og skilning á þeim aðstæðum sem við glímum nú við. Ég er ungur fjölskyldufaðir sem hef ásamt sambýliskonu minni unnið að því að koma okkur og börnunum okkar tveimur upp heimili.  Ég hef verið í atvinnurekstri, unnið að bæjarmálum, verið mikið í sveit og er nú starfandi lögreglumaður og laganemi. Þessi reynsla gefur mér góða innsýn í hvernig raunverulegar aðstæður íbúa þessa lands eru í dag,“ segir Vilhjálmur í tilkynningu um framboð sitt.

Nánar um Vilhjálm:

„Ég hef unnið innan Sjálfstæðisflokksins frá því ég man eftir mér og hef verið kjörinn í ýmis trúnaðarstörf fyrir flokkinn. Í síðustu kosningum skipaði ég 6. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi og er kjörinn varaþingmaður. Jafnframt er ég varabæjarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Grindavík og var formaður skipulags- og umhverfisnefndar Grindavíkur. Þá hef ég tekið virkan þátt í ýmis konar félagsstarfi frá unga aldri, til að mynda var ég formaður nemendafélags Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra og sat í 4 ár í stjórn Landssambands lögreglumanna,“ segir Vilhjálmur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024