Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þriðjudagur 6. febrúar 2001 kl. 10:12

Vilhelm Þorsteinsson aflahæstur

Rétt tæp 7000 tonn bárust að landi í Grindavík vikuna 28. janúar-3.febrúar en þar af voru 6306,8 af loðnu. Vilhelm Þorsteinsson var aftur með stærsta fiskifarm sem hér hefur borist á land í einni veiðiferð nú var hann með 2409,7 tonn.
Talsverðrar bjartsýni gætir nú með loðnuveiðarnar, að sögn Sverris Vilbergssonar hafnarstjóra, eftir að mikið fannst af loðnu út af Vestfjörðum. „Veiði úr þeirri göngu hefur verið nokkur, en þó hafa brælur tafið fyrir veiðum og eftir síðustu brælu fannst lítið fyrst eftir að veður lagaðist. Það jafnaði sig aftur og nú eftir helgina eru bátar að koma með loðnu“, segir Sverrir.
Flutninga skipið Trinket lestaði 1640 tonn af loðnumjöli nú um helgina og botnfiskaflinn í vikunni var 681 tonn. „Það bar mest á afla stóru línubátanna sem fyrr og var Sighvatur með mestan afla 81 tonn og Hrungnir með 65 tonn. Netabátar fengu samtals 87.8 tonn í vikunni og var Hafberg með mestan afla 31,7 tonn. Togskipin voru með frá 21 til 49 tonn eftir vikuna og var Þuríður Halldórsdóttir með mestan afla 49,4 tonn.“


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024