Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vildu stjórnarmann í Suðurlindir
Þriðjudagur 19. febrúar 2008 kl. 14:12

Vildu stjórnarmann í Suðurlindir

Fulltrúar H listans harma að E listinn hafi í krafti meirihluta síns hafnað því að skipa mann frá H listanum sem varamann í stjórn Suðurlinda eins og eðlilegt hefði verið ef litið er til bæjarmálasamþykktar sveitarfélagsins. Þetta segir orðrétt í bókun sem lögð var fram á síðasta bæjarstjórnarfundi í Vogum.

„Áætlanir meirihlutans um þessa skipan mála var fulltrúum H listans fyrst kynntar á stofnfundi Suðurlinda og á þeim fundi var oddvita E listans gerð óánægja minnihlutans ljós. Við viljum vekja athygli á þssum vinnubrögðum sérstaklega í ljósi þess að meirihlutinn hefur nú þegar fengið á sig stjórnsýslukæru vegna slíkra mála,“ segir í bókun minnihutans.

Mynd/elg: Frá stofnun Suðurlinda.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024