Vildu fá lánaðan bílinn hjá bænum
Ungmennafélagið Þróttur í Vogum óskaði eftir því í erindi til bæjarráðs Sveitarfélagsins Voga að sveitarfélagið tæki þátt í tilraunaverkefni með ungmennafélaginu.
Í erindinu er þess farið á leit við sveitarfélagið að heimiluð verði afnot af bíl sveitarfélagsins til að sinna akstri með börn á knattspyrnuæfingar í Grindavík.
Afgreiðsla bæjarráðs er að það getur ekki orðið við erindinu.