Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vildi ekki sitja fund undir merkjum VG
Föstudagur 18. september 2009 kl. 10:18

Vildi ekki sitja fund undir merkjum VG


Einar Einarsson, fulltrúi F-lista í Fræðslu- og uppeldisnefnd Grindavíkurbæjar, vék af fundi nefndarinnar í vikunni þar sem hann vildi ekki sitja þar undir merkjum Vinstri Grænna. Í yfirlýsingu sem hann lagði fram sagðist hann hafa setið í nefndinni sem fulltrúi F-lista samkvæmt úrslitum síðustu sveitarstjórnarkosninga. Hann sæi sér því ekki færst að sitja sem fulltrúi VG sem ekki hafi verið á kjörskrá í þeim kosningum.

Sem kunnugt urðu sviptingar í bæjarpólitíkinni í Grindavík í sumar þegar Björn Haraldsson, oddviti F-listans, gekk til liðs við VG. Það sama gerði Garðar Páll Vignisson, sem var bæjarfulltrúi Samfylkingar. Þeir ákváðu að styðja meirihlutann í Grindavík. Nokkur kurr var í fylkingu Frjálslyndra í Grindavík vegna þessa og var Björn hvattur til að segja af sér.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024