Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Vildi ekki gefa upp hvað amaði að
Laugardagur 25. júní 2005 kl. 15:05

Vildi ekki gefa upp hvað amaði að

Sænskur maður fékk aðstoð hjá Lögreglunni uppi á Keflavíkurflugvelli í gær en hann hafði þá hringt í neyðarlínuna frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar og óskað eftir sjúkrabíl. Eitthvað virtist maðurinn með óráði því neyðarlínan varð að ræða við annan en manninn sjálfan vegna þess hve hann skildist illa.

Maðurinn óskaði ítrekað eftir sjúkrabíl en vildi ekki gefa upp hvað amaði að. Hann var peningalaus með lítinn bakpoka en átti einn flugmiða til Stokkhólms. Flugleiðir og Lögreglan á Keflavíkurflugvelli aðstoðuðu manninn og breyttu flugmiða hans svo hann gæti flýtt heimför sinni en hann flaug til Svíþjóðar í morgun.

Ekki er vitað hvað amaði að manninum

Mynd: Úr safni

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024