Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Fimmtudagur 12. október 2000 kl. 11:20

Víkurgrillið eins árs

Víkurgrillið, Hafnargötu 21, er eins árs um þessar mundir en eigandi þess er Jóhanna Jóhannesdóttir. Veitingastaðurinn hefur hlotið góðar viðtökur enda er opnunartími rúmur og matseðillinn afar fjölbreyttur. Meðal þess sem boðið er uppá eru steikur, fiskréttir, súpur, skyndibiti og ódýr bjór. „Í tilefni afmælisins verðum við með mörg góð tilboð, t.d. hamborgari, kók og franskar á 400 kr. og frábær tilboð á drykkjum nk. laugardag og fram á nótt“, segir Jóhanna. Opnunartími á virkum dögum er frá kl. 11-13:30 og svo opnar aftur kl. 17 til 22. Um helgar er opið frá kl.17 og fram eftir morgni. Víkurgrillið er eini staðurinn í Reykjanesbæ sem selur áfenga drykki og heitan mat fram eftir nóttu, og eins og fyrr segir þá hafa bæjarbúar kunnað að meta þá þjónustu. Á næstunni ætlar Jóhanna að vera með fiskréttahlaðborð og bjóða jafnframt upp á sérstakan fiskrétt um hverja helgi, þannig að það verður alltaf eitthvað óvænt og girnilegt á matseðlinum. „Við erum með 25 sæti í salnum en getum bætt við ef fólk pantar fyrir fleiri, en fólk getur leitað tilboða hjá okkur vegna mannfagnaða. Auk þess sendum við heimilismat í fyrirtæki í hádeginu en viðskiptavinir getur einnig snætt hann hér hjá okkur“, segir Jóhanna.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024