Víkurfréttir vikunnar komnar í loftið
Víkurfréttir eru komnar út á rafrænu formi en prentaðri útgáfu blaðsins verður dreift á alla okkar dreifingarstaði á Suðurnesjum á miðvikudagsmorgun. Blaðið er troðfullt af áhugaverðu efni; Team DansKompaní eru heimsmeistarar í dansi, Sigga Dögg fræðir fullorðna og vill opinskáa umræðu um kynlíf, 60 ára afmælisveisla Byko og Stelpurnar okkar eru farnar á EM.
Lyfjafræðingurinn Sigríður Pálína Arnardóttir er í viðtali en Reykjanesapótek tekur þátt í tilraunaverkefninu Lyfjastoð sem stuðlar að auknu öryggi við lyfjanotkun.
Fastir liðir eins og aflafréttir, frístundin og íþróttir eru vitanlega á sínum stað.