Víkurfréttir rafrænar og á prenti - troðfullar af flottu efni!
Víkurfréttir vikunnar eru farnar í prentun en í þessari viku gefum við út 24 síðna blað með fjölbreyttu efni.
Í blaði vikunnar er rætt við Agnar Guðmundsson sem fyrir nokkrum árum fékk brennandi áhuga fyrir gönguferðum. Hann fer að jafnaði tvisvar í viku í gönguferðir upp á fjöll eða út í náttúruna. Agnar kemur með góð ráð fyrir fólk sem langar að tileinka sér þessa hressandi útiveru.
Jón Axel Guðmundsson er atvinnumaður í körfuknattleik í Þýskalandi. Við erum með hann í áhugaverðu viðtali í blaði vikunnar.
Haukur Andreasson var stöðvaður á leið til Manchester með stolið vegabréf. Allt um það í Netspjalli vikunnar.
Appelsínugular Soroptimistakonur koma fyrir í blaðinu en þær eru þessa dagana í sápugerð. Þeim mun einnig bregða fyrir í Suðurnesjamagasíni á fimmtudagskvöld.
Jóhann Páll skellti sér á tónleika hjá Jazzfjelagi Suðurnesja í Sandgerði og gerir tónleikunum skil í máli og myndum.
Að vanda er vegleg íþróttaumfjöllun. Þá eru aflafréttir og lokaorð á sínum stað, svo eitthvað sé nefnt úr blaðinu í þessari viku.