Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Víkurfréttir opna spjallborð að nýju
Föstudagur 10. júní 2005 kl. 00:08

Víkurfréttir opna spjallborð að nýju

Víkurfréttir hafa opnað fyrir spjallþræði að nýju á vef Víkurfrétta á slóðinni /chat/ þar sem vonast er til að lesendur vf.is taki þátt í líflegri og málefnalegri umræðu um hvaðeina sem þeim dettur í hug. Spjallinu var lokað í upphafi síðasta árs þar sem umræðan fór því miður á lágt plan og varð meiðandi fyrir margar persónur í skjóli nafnleyndar þeirra sem tóku þátt í umræðunni. Það er von okkar nú að umræðan verði á þeim nótum að allir verði sáttir en Víkurfréttir munu ekki sætta sig við meiðandi umræðu eða persónulegar árásir í skjóli nafnleyndar. Vefumsjónarkerfi Víkurfrétta skráir allar IP-tölur þátttakenda. Víkurfréttir hafa heimild til að loka umræðu eða fjarlægja þræði sem ekki teljast viðeigandi. Notendur eru því hvattir til að gæta velsæmis og sýna fólki virðingu. Þátttakendur eru hvattir til að taka þátt í spjallinu undir nafni en Víkurfréttir banna ekki dulnefni, svo framarlega að umræðan er ekki meiðandi eða persónuleg á neikvæðan hátt. Nálgast má umræðuna með því að smella á spjall í vinstri dálki á forsíðu vf.is eða með því að slá inn slóðina /chat og taka þar þátt í líflegri umræðu.

Sérstakt spjallborð fyrir kylfinga er á vefnum kylfingur.vf.is á slóðinni: http://kylfingur.vf.is/Spjall/
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024