Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Víkurfréttir opna nýjan golfvef
Föstudagur 27. maí 2005 kl. 19:54

Víkurfréttir opna nýjan golfvef

Víkurfréttir opna á laugardaginn formlega golfvefinn kylfingur.is þar sem fjallað verður um allt sem tengist golfíþróttinni. Vefurinn hefur þegar verið settur í loftið til kynningar á slóðinni:  http://www.kylfingur.is. Þar er að finna fréttir af innlendum og erlendum golfmótum og ýmsan fróðleik sem tengist golfíþróttinni. Sérstök áhersla verður lögð á Toyotamótaröðina, Vaxtalínumótaröðina, PGA-mótaröðina og Evrópsku mótaröðina bæði í karla og kvennaflokki. Þá er hægt að sjá fréttir af því nýjasta í útbúnaði kylfingsins, upplýsingar um golfkennara og regluleg golfkennsla í umsjón Ragnhildar Sigurðardóttur.

Á vefnum verður kylfingur vikunnar kynntur til sögunnar.  Lesendur geta tjáð sig um ýmis málefni tengd golfinu á sérstökum spjallvef. Þar er einnig golfmarkaður, getraun  og spurningaleikur, sem lesendur geta spreytt sig á og freistað þess að vinna til verðlauna. Þá verða myndasyrpur og ýmislegt annað áhugavert efni fyrir kylfinga.

Lögð veður áhersla á að fylgjast  vel með íslenskum afrekskylfingum í keppni erlendis og eins verður leitast við að  vera í góðu sambandi við golfklúbbana og greina frá því sem er að gerast hjá þeim.
Valur B. Jónatansson blaðamaður verður vefstjóri, en kylfingur.is er eins og áður segir í eigu Víkurfrétta og er undir ritstjórn Páls Ketilssonar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024