Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Víkurfréttir og Ferðamálasamtökin semja um reykjanes.is
Mánudagur 5. febrúar 2007 kl. 13:57

Víkurfréttir og Ferðamálasamtökin semja um reykjanes.is

Víkurfréttir og Ferðamálasamtök Suðurnesja undirrituðu nýlega samning um fréttaþjónustu fyrir reykjanes.is sem er vefur samtakanna.


Samningurinn felur í sér að Víkurfréttir ehf. haldi utan um fréttaöflun fyrir vefinn auk þess að koma að vinnu við undirsíðu vefjarins. Starfsmenn VF eru að hefja vinnu við gerð gagnagrunns sem innihaldi öll fyrirtæki í ferðaþjónustu á Reykjanesi og mun verða aðgengilegur á reykjanes.is og á vefsíðu Víkurfrétta vf.is.


Víkurfréttir hafa komið að útgáfu í ferðaþjónustu undanfarin þrjú ár með útgáfu vega- og þjónustukorts fyrir ferðamenn sem og tveggja ferðabæklinga um svæðið sem dreift hefur verið um allt land. Undirbúningur að þeirri útgáfu er í fullum gangi.


 

VF-mynd/Hilmar: Kristján Pálsson, formaður Ferðamálasamtakanna, og Páll Ketilsson, ritstjóri, handsala samninginn.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024