Víkurfréttir með tvo fréttavefi
Víkurfréttir á Netinu eru nú á tveimur aðskildum vefjum. Allt efni sem tengist Suðurnesjum verður framvegis á slóðinni www.vf.is en allt efni sem tengist Hafnarfirði, Garðabæ og Álftanesi verður á slóðinni www.vikurfrettir.is
Gagnagrunnar hafa verið aðskildir og verða vefsvæðin tvö óháð hvoru öðru, nema hvað hægt verður að hoppa á milli vefjanna af sérstökum hnöppum sem settir verða inn í dag. Einhver minniháttar óþægindi hafa skapast vegna þessarar breytingar. Suðurnesjamenn í útlöndum hafa ekki fundið fréttirnar sínar með því að smella á www.vikurfrettir.is og sömu sögu má segja af Hafnfirðingum og nærsveitungum sem hafa eingöngu séð efni af Suðurnesjum þegar þeir hafa farið inn á www.vf.is.
Breytingarnar verða auglýstar rækilega í næstu tölublöðum Víkurfrétta sem koma út nk. miðvikudag og þá verður vonandi búið að ljúka þorra þeirra breytinga sem gerðar hafa verið á vefjunum.
Umferð um vef Víkurfrétta hefur aukist mikið á síðustu misserum og fyrirsjáanlegur er enn meiri vöxtur með frekari breytingum sem fyrirhugaðar eru á næstu vikum og mánuðum. Nýjungar eru væntanlegar á vefinn, sem verða kynntar ferkar þegar nær dregur.
Skoða fréttavefinn http://www.vikurfrettir.is