Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Víkurfréttir mættar á höfuðborgarsvæðið fyrir Grindvíkinga
Ragnheiður Ólafsdóttir, vaktstjóri í Salalauginni en hún býr einmitt á Suðurnesjunum, n.t. í Vogum á Vatnsleysuströnd.
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
miðvikudaginn 14. febrúar 2024 kl. 20:43

Víkurfréttir mættar á höfuðborgarsvæðið fyrir Grindvíkinga

Grindvíkingar búsettir á höfuðborgarsvæðinu, hafa óskað eftir að fá Víkurfréttir á höfuðborgarsvæðið og mætti fyrsta sendingin í dag í sundlaugina í Versölum í Kópavogi.

Gerð var nett skoðanakönnun á Facebook-síðu Víkurfrétta á dögunum og kom nafn Salalaugarinnar í Kópavogi oft fram og þess vegna varð hún fyrir valinu í dag. Stefnan er sett á að dreifa blaðinu í völdum Nettóbúðum líka, heyrst hefur að Grindvíkingar sæki Nettóbúðina úti á Granda vel, hver veit nema hægt verði að grípa Víkurfréttir þaðan í næstu viku!

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024