Víkurfréttir komnar í heild inn á timarit.is
Víkurfréttir ehf. hafa í samstarfi við Landsbókasafn og með stuðningi frá Uppbyggingarsjóði Suðurnesja komið öllum tölublöðum Víkurfrétta frá árinu 1980 og til dagsins í dag á rafrænt form. Víkurfréttir eru nú aðgengilegar öllum á vefnum timarit.is. Þar má finna hafsjó af fréttum og viðtölum Víkurfrétta í næstum fjóra áratugi.
Nú er sem sagt mögulegt að leita í öllum tölublöðum Víkurfrétta frá upphafi en fyrsta tölublað Víkurfrétta kom út 14. ágúst 1980. Núna eru 1848 tölublöð af Víkurfréttum á timarit.is. Til framtíðar verður timarit.is svo uppfært mánaðarlega með nýjustu tölublöðum Víkurfrétta.
Við hjá Víkurfréttum þökkum samstarfið við þetta ánægjulega verkefni.
Við hjá Víkurfréttum þökkum samstarfið við þetta ánægjulega verkefni.