Víkurfréttir komnar á vefinn - Blaðið aðgengilegt hér
Víkurfréttir þessarar viku eru komnar á vefinn. Meðal efnis í blaðinu í dag er umfjöllun um sögu Sundhallar Keflavíkur sem auglýst hefur verið til sölu. Þar má einnig finna viðtal við pólskan kokk á veitingastaðnum Soho. Hann er heyrnarlaus og hefur samstarfsfólk hans lært táknmálstákn og samskiptin ganga eins og í sögu. Hverfið Ásbrú er óðum að byggjast upp og eru margir sem vilja að ágóði af sölu eigna þar renni til uppbyggingar á svæðinu. Þetta og margt fleira í nýjum Víkurfréttum.