Víkurfréttir komnar á netið
Prentútgáfa Víkurfrétta þessa vikuna er orðin aðgengileg á netinu. Blaðið er 20 síður í dag. Í blaðinu eru m.a. viðtöl við þá Guðfinn Sigurvinsson útvarpsmann frá Keflavík, Tómas Knútsson fyrrum kafara og Njarðvíkinginn Maciek Baginski sem er að jafna sig af einkirningasótt. Þá segjum við af því að Keilir er að svara eftirspurn eftir ævintýraleiðsögumönnum. Í eldhúsinu brögðum við á bragðgóðum bollakökum og þá er spjallað við Kidda Hjálm sem hefur nóg á sinni könnu þessar vikurnar. Fastir liðir eins og FS-ingur vikunnar, UNG og Heilsuhorn Ásdísar eru á sínum stað, auk frétta, íþrótta og mannlífs.