Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mánudagur 14. ágúst 2000 kl. 18:57

Víkurfréttir í afmælisskapi

Víkurfréttir fagna 20 ára afmæli í dag. Í tilefni dagsins var starfsfólki boðið í afmælikaffi. Þá hefur verið gestkvæmt á skrifstofu blaðsins.Fyrrverandi starfsmenn hafa kíkt í kaffi og fjölmargar kveðjur borist um símann. Auk þess að fagna 20 ára afmæli Víkurfrétta þá er á sama tíma haldið upp á 5 ára afmæli www.vf.is en síðan var opnuð um mitt sumar 1995 og hefur flutt daglegar fréttir frá því um síðustu áramót. Á meðfylgjandi mynd eru tveir elstu starfsmenn blaðsins, Páll Ketilsson ritstjóri og eigandi Víkurfrétta og Stefanía Jónsdóttir skrifstofustjóri. Páll hefur starfað við blaðið frá fyrsta ári en Stefanía hefur unnið hjá fyrirtækinu í 15 ár. Maðurinn á bakvið mydavélina, Hilmar Bragi, hefur starfað við blaðið í 14 ár.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024