Víkurfréttir fagna stórafmæli í blaði vikunnar
Víkurfréttir ehf., útgáfufélag Víkurfrétta, fagnar 40 ára afmæli um þessar mundir. Fyrirtækið var stofnað 7. janúar 1983 en blaðið er aðeins eldra og kom fyrst út 14. ágúst 1980. Til að halda upp á þennan áfanga tókum við saman endurminningar og myndir úr sögu Víkurfrétta sem er að finna í blaðauka með Víkurfréttum vikunnar.
Það er einnig fjölbreytt annað efni í blaðinu. Þannig má finna veglegt viðtal við Júlíus Jónsson, sem er að hætta sem forstjóri hjá HS Veitum. Einnig er fjölmargt annað áhugavert að lesa og sjá í blaðinu sem er rafrænt hér að neðan en prentaðri útgáfu verður dreift á alla okkar dreifingarstaði á Suðurnesjum á miðvikudagsmorgun.