Víkurfréttir eru komnar í loftið
Víkurfréttir eru komnar út á rafrænu formi en prentaðri útgáfu blaðsins verður dreift á alla okkar dreifingarstaði á Suðurnesjum á miðvikudagsmorgun. Blaðið er venju samkvæmt fullt af áhugaverðu efni; viðtal við Pétur Hafstein Pálsson, framkvæmdastjóra Vísis hf., um söluna á fyrirtækinu og umfjöllun um kaup Síldarvinnslunnar.
Við ræðum við Árna Geir Fossádal Rúnarsson en hann á og rekur einu rafbílaleigu landsins.
Líftæknifyrirtækinu Taramar í Sandgerði eru gerð góð skil en það sérhæfir sig í þróun og framleiðslu á húðvörum úr sjávarfangi og lækningajurtum.
Unga fókið segir frá sumarvinnunni sinni og Íris Rut Jónsdóttir segir frá því hvernig hún ver sínum frítíma.
Fríða Dís talar um ástríðu sína, tónlistin, en ný plata frá henni er væntanleg síðar í mánuðinum.
Í sportinu er m.a. rætt við afrekskylfinginn Guðmund Rúnar Hallgrímsson sem varð klúbbmeistari GS í ellefta sinn um síðustu helgi.
Svo eru fastir liðir á sínum stað og fullt af öðru áhugaverðu efni eins og sjá má hér að neðan.