Víkurfréttir auglýsa eftir fréttafólki
	Víkurfréttir auglýsa eftir hressum einstaklingi í starf fréttamanns/blaðamanns. Starfið er geysilega fjölbreytt og felst í fréttamennsku fyrir miðla VF, blað, vef og sjónvarpsþátt. Um fullt starf getur verið að ræða en einnig hlutastarf.
	Fréttamaður/blaðamaður þarf að hafa mjög góð tök á íslensku máli, vera hugmyndaríkur og geta unnið sjálfstætt. Tölvan er góður vinur okkar og á hana þarf að kunna, alla vega allt það helsta.
	Víkurfréttir sinna fréttamennsku á Suðurnesjum og leggja áherslu á að flytja fréttir og umfjöllun frá Suðurnesjum.
	Áhugasamir sendi tölvupóst með helstu upplýsingum um sig til Páls Ketilssonar ritstjóra á [email protected].
	
Okkur vantar fréttamann í VF liðið!

 
	
			

 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				