Víkurfréttir 8. stærsti fréttavefur landsins
Vefur Víkurfrétta, vf.is, er áttundi stærsti fréttavefur landsins samkvæmt Samræmdri vefmælingu Modernus. Þá er vefurinn jafnframt 14. stærsti vefur landins þegar allir vefir í mælingunni eru skoðaðir.
Samtals voru 30.732 notendur á vf.is í liðinni viku en daglegir notendur vf.is eru að jafnaði 6.947 og innlitin eru að jafnaði rétt um 10.000 á dag.