Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Víkurfréttir 10. vinsælasti vefur landsins
Mánudagur 21. nóvember 2005 kl. 17:49

Víkurfréttir 10. vinsælasti vefur landsins

Víkurfréttir eru 10. vinsælasti vefur landsins með 20.214 nótendur í síðustu viku. Víkurfréttir eru í samræmdri vefmælingu Modernus og vikulega má fylgjast með aðsókn að vef Víkurfrétta á síðunni www.teljari.is

Á vef Modernus segir: „Víkurfréttir halda úti öflugum samfélags- og fréttavef fyrir allt Reykjanesið undir heitinu vf.is. Vefurinnn er mældur í þremur vefhlutum sem heita: Suðurnes, Hafnarfjörður, Garðabær og Álftanes, og loks Annað (kylfingur.is). Vefhlutinn Hafnarfjörður o.fl. rauk upp um hvorki meira né minna en 739.3%, mælt í fjölda notenda á viku, og endaði vikuna í 5.472 lesendum, sem er persónulegt met og ein mesta hlutfallshækkun sem sést hefur. Vefurinn www.vf.is er því ótvíræður hástökkvari vikunnar að þessu sinni. E.t.v. spilaði prófkjör sjálfstæðismanna í Hafnarfirði stærstu rulluna, en fjöldi vikulegra notenda vf.is hækkaði í heildina tekið um 125,8% og endaði vikuna í 20.214 lesendum - nálægt hans besta sem er 23.392.“
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024