VÍKURFRÉTTIR - blaðið í dag
Fjölbreytt efni í JÓLABLAÐI 1. Áhugaverð viðtöl við Suðurnesjamenn og jólaefni.
Blað dagsins er komið á vf.is en starfsmenn Póstsins standa í ströngu við að bera blaðið út, inn á tæp 9 þús. heimili á Suðurnesjum.
Smellið hér til að sjá blaðið hér á vf.is.
Á fjörutíu blaðsíðum er fjölbreytt efni í JÓLABLAÐI 1, þar á meðal mörg skemmtileg viðtöl. Við hittum Gunnar Einarsson fyrrv. körfuboltakappa en hann sneri sér að einkaþjálfun og ræðum einnig við Keflvíkinginn Ragnar Friðriksson, framkvæmdastjóri virtustu og elstu matreiðslusamtaka heimsins en hann er búsettur í matarborg heimsins, París. Njarðvíkingurinn Sigríður Dúa Goldsworthy var að gefa út sína fyrstu bók sem er ætluð yngri kynslóðinni og leikarinn Friðrik Friðriksson kemur víða við í fróðlegu viðtali.
Þá er margt annað fróðlegt efni í blaðinu.
Síðasta blað ársins er í vinnslu en það kemur út fimmtudaginn 19. des.