Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 18. janúar 2001 kl. 10:49

Víkurfréttaverðlaunin 2000 afhent í næstu viku

Víkurfréttir munu verðlauna aðila í atvinnumálum, menningu og íþróttum fyrir árið 2000 í næstu viku. Þetta er í fyrsta sinn sem blaðið stendur að svona viðurkenningu sem kemur í stað kjörs á manni ársins.
Blaðið hefur síðustu tíu ár útnefnt mann ársins. Sá fyrsti sem fékk slíka viðurkenningu var útgerðarmaðurinn Dagbjartur Einarsson úr Grindavík árið 1990. Í fyrra var Sigfús Ingvason, prestur í Keflavík valinn maður árins.
Listakonan Elísabet Ásberg, hefur gert þrjár lágmyndir sem verðlaunahafar Víkurfréttaverðlaunanna 2000 munu fá. Elísabet Ásberg er ung listakona og á ættir sínar að rekja til Keflavíkur en þar bjó hún þar til hún flutti til Reykjavíkur með foreldrum sínum, þeim Árna Samúelssyni og Guðnýju Ásberg. Elisabet hefur unnið við smíði og hönnun skartripa frá árinu 1990.
Verðlaunagripirnir eru lágmyndir úr silfri og nýsilfri með viðarramma. Í miðju myndarinnar er (silfur)vængur eins og listakonan kallar að nefna það. „Ég sé þetta sem væng en annars nefni ég aldrei mínar myndir. Mér finnst að það eigi að vera fólksins að gera það. Elísabet segir væng þýða frelsi í sínum huga og er óhætt að segja að það eigi vel við í þessum viðurkenningum í byrjun nýrrar aldar. Ekki ómerkari maður en leikarinn Arnold Schwarzenegger í Hollywood fékk svipaða lágmynd í afmælisgjöf nú um jólin. „Ég fékk skilaboð frá honum um að hann hafi verið mjög ánægður með myndina“, sagði Elísabet.
Elísabet var með sýningu á myndum sínum í Gallery Hringlist í Keflavík í byrjun desember og gekk hún mjög vel.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024