Víkurfréttavefurinn á topp 25
Vefur Víkurfrétta var á meðal 25 vinsælustu vefja landsins á síðasta ári. Vefurinn vf.is skipaði 22. sæti lista yfir vinsælustu vefi landsins á lista Modernus, sem mælir aðsókn að íslenskum vefsíðum.
Að jafnaði sóttu 16.909 notendur vf.is í viku hverri. Þá voru innlitin eða heimsóknir á síðuna að jafnaði 62.793 í hverri viku.
Vefurinn er í 15. sæti ef horft er til fjölda heimsókna eða innlita í viku hverri. VF fer fram úr sjö vefjum á listanum þegar kemur að heimsóknum. Það þýðir að þeir notendur sem fara reglulega inn á Víkurfréttavefinn fara oftar inn á hann en gestir vefjanna í sætum 14.-21. gera.
Þegar litið er til vefja hér á landi sem sinna eingöngu fréttum og íþróttum þá er vf.is í 10. sæti yfir landið.
Vefur Víkurfrétta, vf.is, fékk mikla andlitslyftingu á síðasta ári. Þá var allt útlit vefsíðunnar samræmt og vefirnir vf.is og kylfingur.is sameinaðir undir einn vef.
Þeir sem vilja auglýsa á vf.is geta haft samband við auglýsingadeild VF í síma 421 0001 eða á [email protected].