Viktor tekur við af Árna Inga
Á nýafstöðnum aðalfundi Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjanesbæ tók Viktor Kjartansson við formennsku af Árna Inga Stefánssyni sem gegnt hefur embættinu um árabil. Mjög góð mæting var á fundinum og var Viktor kjörinn samhljóða. Í máli nýkjörins formanns á aðalfundinum kom fram að Reykjanesbær sé stærsta sveitarfélagið í nýju Suðurkjördæmi og því sé mikilvægt að fulltrúaráðið hér gegni forystuhlutverkinu í flokksstarfinu sem órjúfanleg heild. Ný stjórn fulltrúaráðsins leggi því á það áherslu að efla samvinnu sjálfstæðisfélaganna í Reykjanesbæ en þau eru Sjálfstæðisfélagið í Keflavík, Njarðvíkingur og Heimir, félag ungra sjálfstæðismanna ásamt því að sækja fram í kjördæminu.
Aðrir í stjórn og varastjórn voru kjörnir Guðmundur Pétursson, Margrét Sanders, Ríkharður Ibsen, Jóhann Friðriksson, Helga Oddsdóttir, Ottó Jörgenssen, Sigurgestur Guðlaugsson, Sigríður Hvanndal, Karvel Gränz, Guðbjartur Greipsson og Hildur Bæringsdóttir. Sjálfkjörnir eru formenn sjálfstæðisfélaganna Halldór Björnsson, Valþór Söring og Árni Árnason.
Aðrir í stjórn og varastjórn voru kjörnir Guðmundur Pétursson, Margrét Sanders, Ríkharður Ibsen, Jóhann Friðriksson, Helga Oddsdóttir, Ottó Jörgenssen, Sigurgestur Guðlaugsson, Sigríður Hvanndal, Karvel Gränz, Guðbjartur Greipsson og Hildur Bæringsdóttir. Sjálfkjörnir eru formenn sjálfstæðisfélaganna Halldór Björnsson, Valþór Söring og Árni Árnason.