Víkingaþorp og naust fyrir Íslending í hönnun
Nú er verið að hanna glæsilegt hús yfir Víkingaskipið Íslending, sem mun í fyrsta lagi vera kynning á sögu menningarinnar til forna, siglingar forfeðranna til Grænlands og Vesturheims. Í öðru lagi verður Víkingaþorpið "hliðið" inn í landið sem lið í menningartengdri ferðaþjónustu, sem sýni og kynni þær söguslóðir og söfn á Íslandi sem bíða ferðamannsins. Naust Íslendings mun hýsa víkingaskipið sjálft, söguslóðakynningu og ákveðna þætti úr sýningu Smithsonian safnsins um víkinga Norðursins. Með staðsetningu sýningarinnar að Fitjum í Njarðvík, spölkorn frá Leifsstöð og Reykjanesbrautinni og áherslunni á þessa þrjá þætti, er tryggt áhugavert "hlið" inn í hið sögulega í landinu öllu.