Laugardagur 25. janúar 2003 kl. 20:30
				  
				Víkingasveitin grá fyrir járnum á Vatnsleysuströnd
				
				
				
Víkingasveit Ríkislögreglustjóra er nú að ljúka störfum við að tryggja vettvang að Auðnum á Vatnsleysuströnd, þar sem lögreglan handtók ölvaðan byssumann rúmlega sjö í kvöld. Mikill viðbúnaður var á staðnum og lokaði lögregla öllu aðgengi að vettvangi. 
Ljósmynd af vettvangi í kvöld: Víkurfréttir.