Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Víkingaskipið Íslendingur til Njarðvíkur?
Þriðjudagur 16. júlí 2002 kl. 09:18

Víkingaskipið Íslendingur til Njarðvíkur?

Útlit er fyrir að víkingaskipið Íslendingur komi til landsins í haust og fái varanlega heimahöfn í Njarðvík. Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, staðfesti í gær í samtali við Morgunblaðið að viðræður stæðu yfir við eiganda skipsins og þær væru á lokastigi.Víkingaskipið Íslendingur hefur verið í geymslu skammt frá New York frá því haustið 2000. Fulltrúar Reykjanesbæjar hafa átt í viðræðum við Gunnar Marel um kaup á skipinu og samkvæmt heimildum Morgunblaðsins mun vera farið að sjá fyir endann á þeim. Segir að kaup skipsins séu liður í að efla ferðaþjónustu í Reykjanesbæ. Ætlunin sé að það verði einn áfangastaður ferðafólks á Reykjanesi og að Gunnar Marel verði fenginn til að vinna að kynningu þess.
Reykjanesbær mun kaupa skipið með aðstoð frá fjölmörgum aðilum, bæði fyrirtækjum sem eiga kröfur í skipið og fyrirtækjum sem styrkja heimkomu þess með beinum fjárframlögum.

Myndin: Íslendingur í Njarðvíkurslipp áður en hann ´hélt í fræga för til Ameríku. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024